TanOrganic Self Tan Lotion er fyrsta og langvinsælasta vara TanOrganic. Byltingarkennd vara í sínum flokki þar sem hún er umhverfisvottuð, cruelty free, lífrænt vottuð og 100% náttúruleg. Þetta nærandi brúnkukrem samanstendur af 84% aloe vera sem tryggir að húðin þín fær mikilvægan raka og heldur henni mjúkri eftir notkun.
Virkilega létt, brúnt olíukennt krem sem gefur mikinn raka. Aloe vera gerir brúnkukremið mjúkt, kemur í veg fyrir rákamyndun, nærir, lífgar og eykur mýkt húðarinnar.
Hentar vel fyrir þá sem vilja fallega brúnan lit. Þeir sem kjósa minni brúnku, eða vilja byrja rólega að nota brúnkuvörur ættu frekar að velja „Self Tan Oil“
Gefur fallega og vandræðalausa brúnku, enga lykt, ekkert smit og þurrkar ekki húðina. Gefur náttúrulegan bronsaðan lit sem dofnar jafnt og þétt án þess að verða flekkótt.
Þessi vara inniheldur engin gerviefni, paraben, ónáttúruleg litarefni eða ilmefni. Inniheldur aloe vera og önnur 100% lífræn hráefni sem ilma vel.
Hefur allar helstu vottanir: Eco-Certified, Vegan, Organic, Cruelty Free og Ethical Association certification með 100 stig.
Húðsjúkdómalæknir hefur talað vel um þessa vöru, hún hentar viðkvæmri húð, jafnt og þeim sem glíma við húðvandamál eins og exem, psoriasis eða bólgumyndun í húð. Varan er örugg fyrir barnshafandi konur.
Öruggar umbúðir: Dökkt glerið varðveitir ferskleika brúnkukremsins og varðveitir virku lífrænu innihaldsefnin og tryggir þannig örugglega gæði vörunnar.