Þinn daglegi skammtur af d3-vítamíni ásamt k2-vítamíni í sínu náttúrulega formi. Framúrskarandi blanda með mestu mögulegu upptöku næringarefna í líkamanum. Formúlan veitir stuðning við ónæmiskerfið, viðheldur jafnvægi í frásogi og notkunar líkamans á kalsíum og fosfór, styður við heilbrigði beina, vöðva og hjarta-og æðakerfis. Aðaeins eitt gelhylki á dag.
D3-vítamín
50 mcg
Daglegur skammtur af d-vítamíni eða 2000 IU. D-vítamín er ómissandi fyrir starfsemi líkamans og þá sérstaklega fyrir ónæmiskerfið, beinagrind og vöðvakerfi, taugakerfið, svefn, hjarta- og æðakerfi. D3-vítamínið í DAILY D3+K2 er í náttúrulegu formi, eins og það sem mannslíkaminn myndar í húðinni, fyrir bestu mögulegu upptöku.
K2-vítamín
75 mcg
Mikilvægt næringarefni sem styður við heilbrigði beinakerfisins. K2 virkir prótínið osteaocalcin í líkamanum og tekur þannig þátt í að binda kalsíum og mynda beinvef.
K2-vítamín veitir einnig stuðning við hjarta- og æðakerfið með því að virkja matrix gla prótínið, sem kemur í veg fyrir að kalsíum komist inn í mjúkvef (t.d. slagæðaveggi) og æðakölkun.
Jómfrúarolía
Styður við heilbrigði hjarta- og æðakerfisins. Jómfrúarolía tryggir einnig góða upptöku d3-vítamíns í líkamanum.
E-vítamín
E-vítamín í sínu náttúrulega formi sem veitir veitir stuðning við að draga úr oxun á d3- og k2-vítamínum.