Einstakur brúnkuhanski með tveimur hliðum fyrir fullkomna brúnkumeðferð.
Önnur hlið brúnkuhanskans er gróf og er hugsuð til þess að skrúbba og undirbúa húðina fyrir brúnku fljótt og örugglega.
Hin hliðin hefur sömu eiginleika og áferð og Luxury Self-Tan hanskinn, en hann gefur fallega brúnku á einfaldan hátt án þess að mynda brúnkurákir.
Fullkominn hanski fyrir þá sem vilja bera á sig brúnku með stuttum fyrirvara, skrúbba húðina fljótt og borið á sig brúnkukrem á einfaldan og mjúkan hátt. Sparar tíma án þess að það komi niður á gæðum brúnkunnar.
Hanskinn er fyrstur sinnar tegundar og hefur fengið World First einkaleyfi.
Skrúbbun og þurrburstun húðarinnar er lykill að fallegri brúnku. Með því eru dauðar húðfrumur fjarlægðar sem stuðlar að endurnýjun húðarinnar.
Einnig hægt að nota hanskann til að skrúbba af leyfar af gamalli brúnku og bera á nýja með mjúku hlið hanskans. Mjúka hliðin gerir brúnkunotkunina einfalda, gefur fallega áferð án allra bletta og brúnkuráka.