Tan Organic Instant Tan er krem sem gefur þér tafarlaust fallega brúnku fyrir hvaða tilefni sem er. Gefur húðinni slétt og gallalaust yfirbragð og fallega og ljómandi brúnku.
Létt krem sem auðvelt er að bera á húðina og hægt er að þvo af hvenær sem er.
Fullkomið krem til þess að fá tímabundinn lit fyrir dag eða kvöld.
Kremið er mjög nærandi og rakagefandi fyrir húðina og ríkt af andoxunarefnum. Eins og aðrar vörur frá Tan Organic inniheldur kremið ekki sílíkon eða önnur óæskileg hefni. Kremið er einfalt í notkun, þornar fljótt og lyktar ekki eins og klassískt brúnkukrem.
Notkun
Við mælum með að nota brúnkuhanska til þess að bera kremið á hreina, þurra húð. Setjið lítið magn af kreminu í hanskann og berið síðan á húð með hringlaga hreyfingum. Gott er að byrja neðst á fótleggjum og vinna sig upp líkamann. Berið á húðina jafnt og þétt. Varist að setja of mikið af kreminu í andlit, hendur og fætur. Bíðið eftir að kremið er orðið snertiþurrt á húð áður en farið er í föt og áður en andlitið er farðað.
Forðist snertingu við augu. Ef varan fer í augu, hreinsið undir kaldri bunu af vatni.
Innihaldsefni
Aqua, Isoamyl Laurate (and) Isoamyl Cocoate, Glycerin, Glyceryl Stearate Citrate, CI 77891, Prunus amygdalus Dulcis Oil, Cocos nucifera (coconut) oil*, Pentylene Glycol, CI 77492, CI 77491 (and) CI 77499, Benzyl Alcoho, Benzoic Acid, Fucus vesiculosus extract, Echinacea purpurea Moench: E.angustifolia extract, Mains domestica borkh extract.