fbpx

Fáðu 20% afslátt af öllum vörum í vefverslun Kavita með því að skrá þig á póstlista.

Krafturinn leynist í náttúrulegum húðvörum & bætiefnum.
Hjá Kavita finnur þú hágæða & hreinar húðvörur & bætiefni.

Þú finnur mun með náttúrulegum lífsstíl.

Upphaf Kavita má rekja vörumerkisins ICEHERBS sem stofnað var árið 1993 þegar hluti frumkvöðla úr teyminu hóf að nýta íslensk fjallagrös í fæðubótarefni. Árið 2012 hófst framleiðsla og dreifing á hreinum og náttúrulegum bætiefnum undir nafninu ICEHERBS, þar sem íslenskar lækningajurtir voru í aðalhlutverki. Til að koma til móts við ört stækkandi hóp viðskiptavina hefur vörulínan stækkað og býður ICEHERBS nú upp á breiða línu kröftugra bætiefna sem innihalda fyrst og fremst íslenskar jurtir, og eru án allra uppfylliefna.

Árið 2021 eignaðist Kavita bætiefnalínuna PROTIS af Kaupfélagi Skagfirðinga. PROTIS byggir á nýtingu íslenskra sjávarafurða og rannsóknum á nýtingu þeirra fyrir fæðubótarefni. Kavita hefur endurskapað ásýnd vörumerkisins og haldið áfram vöruþróun með gæði og íslenskan uppruna að leiðarljósi.

Sú reynsla og þekking sem Kavita teymið býr yfir, með þróun og framleiðslu á vörum ICEHERBS og PROTIS, hefur gefið góða innsýn þegar kemur að þörfum og kröfum viðskiptavina sem kjósa náttúrulegan og lífrænan lífstíl. Kavita teymið kýs að koma til móts við ört stækkandi viðskiptavinahóp og vinnur stöðugt að því að skapa og þróa vörur sem auka lífsgæði á náttúrulegan hátt.

Kavita hefur bætt við sölu á húðvörum sem byggja á hreinum innihaldsefnum, náttúrulegum uppruna og rannsóknum.  Í dag eru húðvörumerkin öll í sölu í helstu stórmörkuðum og apótekum en þau eru, Dr. Hauschka, Lavera, TanOrganic, Organyc og Jasön. Að auki má finna fæðubótarefnin frá GOOD ROUTINE, í vöruúrvali Kavita. 

Hjá Kavita starfar öflugt teymi með ólíkan bakgrunn, en allir eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum sköpunarkrafti, brenna fyrir heilsusamlegan lífstíl og hafa mikinn áhuga á að leggja sitt að mörkum í að hvetja fólk til að lifa heilsusamlegum lífstíl á náttúrulegan hátt. 

Allar vörur Kavita eru fáanlegar í netverslun kavita.is. 

Scroll to Top