fbpx
Frí heimsending ef verslað er fyrir kr. 8000 eða meira
Nýtt

D-vítamín Orkublanda

2.399 kr.

D-vítamín orkublanda fyrir ónæmiskerfið, uppbyggingu líkamans og léttari lund. Inniheldur 2000 IU af d-vítamíni og kröftuga íslenska burnirót.

D-vítamín orkublandan er einstök blanda af þínum daglega skammti (2ooo IU) af d-vítamíni og íslenskri burnirót.
Styður við ónæmiskerfið, uppbyggingu líkamans og léttir lund.

D-vítamín er nauðsynlegt næringarefni fyrir ónæmiskerfið en einnig fyrir kalsíum- og fosfat búskap beina og tanna. D-vítamín stuðlar einnig að heilbrigði vöðva, tauga- og hjartastarfsemi ásamt því að hafa jákvæð áhrif á svefngæði og lundarfar. Líkaminn getur framleitt D-vítamín sjálfur í húðinni fyrir tilstilli sólarljóss. Íslendingar þurfa að passa sérstaklega vel að líkaminn fái D-vítamín og það sérstaklega á veturnar þegar sólarljós er af skornum skammti.

Burnirót er svokölluð adaptógenísk jurt sem þýðir að virku efnin í jurtinni hafa þá eiginleika að geta dregið úr magni svokallaðra streituhormóna og getur haft jákvæð áhrif á streitutengda þreytu. Burnirót getur einnig haft jákvæð áhrif á myndun seretóníns sem er oftar en ekki kallað hamingjuhormónið. Burnirót er talin auka einbeitingu, almenna andlega líðan, líkamlegt og andlegt úthald.

Þessi blanda er sannkölluð orkublanda í aðeins einu hylki á dag.
D-vítamínið í þessari vöru er framleitt úr sveppum og er þar af leiðandi vegan.

hylki

60

Notkun

Takið 1 hylki á dag með vatni.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu. Geymið þar sem börn ná ekki til.

Innihaldsefni

D-vítamín 2000 IU
Burnirót 280 mg
Magnesíum 60 mg
Hylki úr jurtabeðmi

Tengdar vörur

Nýtt

4.490 kr.

Clarifying Day Oil fyrir olíumikla og óhreina húð. Hjálpar húðinni....
Nýtt

1.190 kr.

Hreinsisalvi sem leysist upp í volgu vatni og breytist í....
Nýtt

3.190 kr.

Ein elsta varan frá Dr.Hauschka. Milt kornakrem sem örvar húðina....
Nýtt

4.390 kr.

Andlitsvatn til að úða yfir hreina húð kvölds og morgna....
Scroll to Top