Húð, hár og neglur er öflug og náttúruleg blanda af tveimur tegundum íslenskra sæþörunga, sannkölluð ofurfæða úr hafinu.
Sæþörungar innihalda ríkulegt magn af steinefnum, trefjum og joði og hafa oft verið kallaði ofurfæða hafsins vegna eiginleika þeirra fyrir líkamann. Sérstaklega nærandi þarahylki fyrir húð, hár og neglur.
Sæþörungar næra húðina að innan og ýta undir heilbrigði hennar með því að gefa húðinni raka, teygjanleika og mýkt. Sæþörungar eru einnig afar nærandi fyrir hárið og margir taka inn þarahylki sem hárvtítamín. Sæþörungar geta aukið hárvöxt og aukið heilbrigði þeirra.
Margir finna einnig fljótt mun á nöglum af því að taka inn sæþörunga, en flestir upplifa hraðari vöxt og að neglurnar styrkist.
Húð, hár og neglur innihalda 100% hreina og íslenska sæþörunga. Blandan samanstendur af tveimur gerðum sæþörunga, hrossaþara (Laminaria digitata) og klóþangi (Ascophyllum nodosum), sem eru týndir og unnir á Vestfjörðum.