Hvannarrót er ein af þekktustu lækningarjurtum á Íslandi og er þekkt fyrir að viðhalda heilbrigði þvagblöðru og þvagrás ásamt því að geta unnið á brjóstsviða og við uppþembu.
Hvannarrót er þekkt fyrir að bæta heilbrigði þvagblöðru og þvagrásar. Hún er þekkt fyrir að virka gegn ofvirkri þvagblöðru og fækkað salernisferðum. Þannig getur hvannarrótin bætt svefn með því að koma í veg fyrir næturbrölt vegna salernisferða. Hentar einnig fyrir þá sem þurfa stuðning við þvagblöðru á löngum ferðalögum eða við útivist eða ástundun áhugamála þar aðgengi að salerni er lítið.
Hvannarrótin getur einnig haft jákvæða virkni fyrir þá sem eiga erfitt með þvaglát.
Hvannarrót er einnig góð fyrir meltingu og getur unnið á brjóstsviða og virkað við uppþembu.
Hvannarrótina má bæði taka fyrir nóttina eða á daginn, eftir því hvaða vandamál á að takast á við. Ef um næturbrölt er að ræða er mælt með að taka hvannarrótarhylki með kvöldmat eða með vatnsglasi 1-2 klukkustundum fyrir svefn. Einnig hægt að taka á morgnana eða yfir daginn fyrir ofvirka þvagblöðru eða gegn öðrum vandamálum.