Sex mánaða skammtur af Astaxanthin.
Astaxanthin er eitt öflugasta andoxunarefni sem fyrirfinnst í náttúrunni. Kröftug og náttúruleg ofurfæða sem hefur ýmis jákvæð áhrif á líkamann og er einna helst þekkt fyrir jákvæða eiginleika fyrir ónæmiskerfið, húðina, sjón, heila, þol og endurheimt vöðva.
Astaxanthin hefur frábæra eiginleika fyrir húðina. Rannsóknir benda til þess að astaxanthin geti aukið náttúrulegar varnir húðarinnar gegn skaðlegum geislum sólarinnar (mundu samt eftir sólarvörninni). Astaxanthin getur auk þess bætt rakastig húðarinnar, mýkt og teygjanleika og dregið úr fínum hrukkum. Inntaka fæðubótarefnisins hefur reynst mörgum vel til þess að draga úr myndun sólarexems. Auk þess sem inntaka bætiefnisins getur gefið húðinni jafnari lit og viðhaldið honum lengur en annars.
Mælt er með því að byrja að taka inn astaxanthin 2-4 vikum áður en farið er í sól en einnig á meðan og í nokkrar vikur eftir að tíma hefur verið varið í sól til þess að viðhalda brúnku.
Astaxanthin hefur verið afar vinsælt bætiefni hjá íþróttafólki til þess að auka þol og flýta fyrir endurheimt eftir æfingar. Astaxanthin er talið geta aukið úthald og aukið myndum vöðva við æfingar. Þá er astaxanthin talið geta hjálpað líkamanum að laga fljótt harðsperrur og líkamleg eymsli. Það flýtir fyrir endurheimt vöðva eftir miklar æfingar og getur unnið gegn bólgum í liðum.
Astaxanthin frá ICEHERBS er framleitt á íslandi úr hreinum og náttúrulegum smáþörungum. Bætiefnið inniheldur e-vítamín sem viðheldur ferskleika hráefnisins og saman auka þau andoxunareiginleika hvors annars. Astaxanthin frá ICEHERBS er vegan.